Myndir frá afmælistónleikunum

03.03.2021
Raggi Bjarna var í stuði á tónleikunumMyndir frá stórglæsilegum 100 ára afmælistónleikunum eru komnar inn undir liðnum "Myndir". Afmælistónleikarnir tókust vel í fullum Eldborgar salnum í Hörpu og skemmtu tónleikagestir sér vel undir lögum Oddgeirs og fjölbreyttum útsetningum Þorvaldar Bjarna.
 
Það var Bjarni Ólafur Guðmundsson sem átti veg og vanda að skipulagningu tónleikanna og gerði það af miklum myndarskap. Margir af þekktustu listamönnum þjóðarinnar fluttu lögin sem mörg hver voru klædd í nýja búninga í tilefni dagsins.
 
Takk kærlega fyrir góða skemmtun og frábært kvöld.