Ási í Bæ (Ástgeir Ólafsson) var einn af nánustu samstarfsmönnun Oddgeirs auk þess að vera einn af bestu vinum hans. Samgangur milli fjölskyldna þeirra var sömuleiðis mikill og þau vinarbönd sem mynduðust snemma á síðustu öld halda enn milli fjölskyldna þeirra félaganna. Í sameiningu sköpuðu þeir ófáar lagaperlurnar sem löngu eru landskunnar en að auki sömdu þeir fjölmarga skemmtisöngva, texta, revíur í tilefni af ýmsum tækifærum og þá oft í tengslum við Akoges.
 
Það er því vel við hæfi að gera Ása góð skil á þessum vettvangi og hér að neðan má finna hlekki í tvo pistla um Ása.
 
Sá fyrri er skrifaður af dóttur hans, Kristínu, í tilefni af 90 ára afmæli hans, en greinin birtist í vikublaðinu Fréttum í Vestmannaeyjum. Grein Kristínar má skoða hér>>
 
Seinni pistillinn er skrifaður af Gísla Helgasyni í tilefni af útgáfunni Ó fylgdu mér í Eyjar út en pistillinn var formáli að bókinni sem fylgdi minningardiskinum. Pistill Gísla má skoða hér>>