Fjölmargir minntust Oddgeirs með skrifum í kjölfar andláts hans árið 1966. Hér að neðan má finna tengla í nokkrar þessara greina. 
 
 
Góðvinur Oddgeirs, Ástgeir Ólafsson (Ási í Bæ) minntist vinar síns í minningargrein sem gefur glögga mynd af Oddgeiri og er mál margra að fáum hafi tekist jafnvel að fanga ævi Oddgeirs og Ási í þessari listilega vel skrifuðu grein. Grein Ása í Bæ>>
 
 
Sveinn Guðmundsson
Í Framsóknarblaðið 23. febrúar 1966 skrifaði Sveinn Guðmundsson minningargrein um Oddgeir og lýsir þar í stuttu máli Oddgeiri, hugðarefnum hans og hlutverki innan bæjarins. Grein Sveins>>
 
 
Steingrímur Benediktsson
Í Fylki, málgagni Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, birtist þann 25.febrúar 1966 minningargrein eftir Steingrím Benediktsson samkennara Oddgeirs við Barnaskólann í Vestmannaeyjum. Greinin>>
 
 
JS
Í Brautinni, þann 2. mars 1966 birtist minningargrein JS um Oddgeir. Greinin>>
 
 
Páll H. Árnason
Í Fylki 4. marz 1966 birtist minningar- og kveðjuljóð frá Páli H. Árnasyni til Oddgeirs. Greinin>>
 
 
Þjóðviljinn 26. febrúar 1966
Sigurður Guttormsson og H. Bergmann, vinir Oddgeirs, skrifa báðir minningargreinar um Oddgeir í ofangreint tölublað Þjóðviljans. Að auki kemur þar fram kveðja frá ritstjórn blaðsins. Greinarnar>>
 
 
Morgunblaðið 26. febrúar 1966
Björn Guðmundsson og Helgi Benediktsson skrifuðu um Oddgeir og gera ævihlaupi Oddgeirs prýðileg skil hvor um sig. Greinarnar>>