Hér að neðan má finna ýmsar greinar, pistla og önnur textabrot sem rituð hafa verið um Oddgeir, eða þar sem hann kemur fyrir. Smellið á tenglana hér að neðan til þess að sjá greinarnar í heild sinni.
 
Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja 2011
Kristín Ástgeirsdóttir, dóttir Ása í bæ, skrifaði skemmtilega grein sem bar titilinn Sólbrúnir vangar, siglandi ský - minningar um Oddgeir Kristjánsson, í Þjóðhátíðarblaðið 2011 um kynni sín af Oddgeiri og varpar ágætu ljósi á þetta tímabil og samferðamenn Oddgeirs. Greinina má lesa hér.
 
Hljómplatan Síldarstúlkurnar (Svavar Gests)
 Svavar Gests getur Oddgeirs í texta aftan á plötuumslagi plötunnar "Síldarstúlkurnar" þar sem hljómsveit Svavars lék 4 lög Oddgeirs. Textann má lesa hér.
 
 
Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja 1963 (Svavar Gests)
Í Þjóðhátíðarblaði Týs 1963 skrifar Svavar Gests grein sem hann kallar “Þankabrot um Eyjar”
 
(bls. 24-25) en í henni lýsir Svavar kynnum sínum af Eyjum frá barnæsku og þar til hann fór
að koma til Eyja með hljómsveit sína og hvernig það kom til. Hluta greinarinnar má lesa hér.
 
 
"Fagur fiskur í sjó" (Einar ríki og Þórbergur Þórðarson)
Í endurminningum Einars ríka Sigurðssonar, Fagur fiskur í sjó, minnist Einar á Oddgeir en Oddgeir vann hjá Einar í Vöruhúsinu. Greinarbrotið má lesa hér.