Tónleikar í Hörpu

Stórtónleikar í Hörpu í tilefni af 100 ára fæðingarafmælis Oddgeirs

100 ár frá fæðingu Oddgeirs Kristjánssonar

15.11.2011
Á morgun, miðvikudaginn 16. nóvember, verða liðin 100 ár frá fæðingu Oddgeirs Kristjánssonar. Í tilefni af því verða stórtónleikar haldnir í Hörpu þar sem margir af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar munu flytja lög Oddgeirs. Tónleikarnir bera heitið "Bjartar vonir vakna" með tilvísun í eitt af þekktari lögum Oddgeirs, Vor við sæinn.
Það er Bjarni Ólafur Guðmundsson sem hefur skipulagt tónleikana af miklum metnaði og myndarskap. Einvala lið tónlistarmanna kemur fram á tónleikunum ásamt stórhljómsveit undir stjórn Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar. Kynnar verða Bjarni Ólafur ásamt Elvu Ósk Ólafsdóttur. Þeir listamenn sem koma fram á tónleikum eru: 
 
Söngvarar: 
Guðrún Gunnarsdóttir
Andrea Gylfadóttir
Íris Guðmundsdóttir
Margrét Eir
Helgi Björnsson
Ragnar Bjarnason
Egill Ólafsson
Eyþór Ingi
Hafsteinn Þórólfsson (barnabarn Oddgeirs)
 
Hlóðfæraleikarar: 
Kjartan Valdemarsson, flygill, hljómborð
Eiður Arnarsson, bassi
Áshildur Haraldsdóttir, flauta
Einar Valur Scheving, slagverk
Benedikt Brynleifsson, trommur
Kristinn Árnason, gítarar
Birgir Freyr Matthíasson, trompet
Örn Hafsteinsson, trompet
Sigurður Flosason, saxafón og klarinett,
Sigurður Halldórsson, selló
Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðla
Gréta Salóme, fiðla
Matti Kallio, hljómborð, nikka, írsk flauta,
Guðmundur Kristmundsson, víóla
Emil Friðfinnsson, franskt horn