Fréttir


  • ...
    meira
  • Á morgun, miðvikudaginn 16. nóvember, verða liðin 100 ár frá fæðingu O...
    meira
  • Stofnaður hefur verið minningarsjóður um Oddgeir Kristjánsson tónskáld. Sj&oacut...
    meira

Vefsíða tileinkuð Oddgeiri Kristjánssyni

Þessi vefsíða er sett upp til heiðurs minningu Oddgeirs Kristjánssonar tónskálds frá Vestmannaeyjum. Síðan hefur nýlega verið sett upp (12.07.2011) og efnisframsetning skammt á veg komin. Við viljum þó sérstaklega benda á upplýsingar um Minningarsjóð Oddgeirs sem eru komnar inn á síðuna. 
 
Síðan er m.a. sett upp í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Oddgeirs, en hann hafði orðið 100 ára gamall í nóvember 2011 ef hann hefði lifað.  
Lesa meira um okkur

Myndir frá afmćlistónleikunum

19.11.2011

Raggi Bjarna var í stuði á tónleikunumMyndir frá stórglæsilegum 100 ára afmælistónleikunum eru komnar inn undir liðnum "Myndir" hér vinstra megin. Afmælistónleikarnir tókust vel í fullum Eldborgar salnum í Hörpu og skemmtu tónleikagestir sér vel undir lögum Oddgeirs og fjölbreyttum útsetningum Þorvaldar Bjarna.
 
Það var Bjarni Ólafur Guðmundsson sem átti veg og vanda að skipulagningu tónleikanna og gerði það af miklum myndarskap. Margir af þekktustu listamönnum þjóðarinnar fluttu lögin sem mörg hver voru klædd í nýja búninga í tilefni dagsins.
 
Takk kærlega fyrir góða skemmtun og frábært kvöld.
Lesa meira...

Stórtónleikar í Hörpu í tilefni af 100 ára fćđingarafmćlis Oddgeirs

15.11.2011

Á morgun, miðvikudaginn 16. nóvember, verða liðin 100 ár frá fæðingu Oddgeirs Kristjánssonar. Í tilefni af því verða stórtónleikar haldnir í Hörpu þar sem margir af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar munu flytja lög Oddgeirs. Tónleikarnir bera heitið "Bjartar vonir vakna" með tilvísun í eitt af þekktari lögum Oddgeirs, Vor við sæinn.
Lesa meira...

Minningasjóđur um Oddgeir Kristjánsson stofnađur

11.07.2011

Stofnaður hefur verið minningarsjóður um Oddgeir Kristjánsson tónskáld. Sjóðurinn heitir Minningarsjóður Oddgeirs Kristjánssonar og er stofnaður af fjölskyldu Oddgeirs. Stofnframlag sjóðsins kemur frá vini Oddgeirs, Kjartani Bjarnasyni frá Djúpadal í Vestmannaeyjum, sem með erfðaskrá sinni ákvað að hluti eigna hans skyldu renna í minningarsjóð um Oddgeir. Kjartan tengdist Oddgeiri og fjölskyldu hans sterkum vinarböndum og var einn af stofnfélögum Lúðrasveitar Vestmannaeyja þegar Oddgeir endurreisti þá sveit í mars 1939. Hann lést þann 27. júní 2010 og var sá síðasti af stofnfélögum LV sem kvaddi.

Lesa meira...